Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 24. mars 2018 16:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Osorio dáist að Íslandi: Markvörður okkar var frábær
Icelandair
Osorio ræðir hér við Heimi Hallgrímsson.
Osorio ræðir hér við Heimi Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Juan Carlos Osorio, landsliðsþjálfari Mexíkó, átti bara góð orð fyrir íslenska landsliðið eftir 3-0 sigur Mexíkó á Íslandi í Santa Clara í Bandaríkjunum.

„Fullt af fólki heldur, að þegar þú ert að spila gegn liði eins og Íslandi að þeir muni ekki fá nein færi," sagði Osorio en Ísland fékk fullt af færum til að skora í leiknum.

„Staðreyndin er sú að þeir trúa á sinn leikstíl, og til að vera hreinskilinn, þá dáist ég að því."

„Þeir spila mjög einfaldan fótbolta; markvörðurinn sendir á framherjann og þeir reyna að vinna seinni boltann. Að lokum munu þeir ná skoti á markið og náðu því svo sannarlega. Sem betur fer átti markvörðurinn okkar frábært kvöld."

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, var bara nokkuð sáttur þrátt fyrir tapið eins og áður hefur komið fram.

Mexíkó er að fara að mæta Króatíu í næsta leik, en Ísland er með Króötum í riðli á HM. Mexíkó er í riðli með Þýskalandi, Svíþjóð og Suður-Kóreu á HM í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner