Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 24. mars 2018 17:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Holgate fær viðvörun eftir að hafa talað illa um samkynhneigða
Gerðist þegar hann var 15 ára
Mason Holgate (hér fyrir miðju). Með honum á myndinni eru Jordan Pickford og Gylfi Þór Sigurðsson.
Mason Holgate (hér fyrir miðju). Með honum á myndinni eru Jordan Pickford og Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Mason Holgate, liðsfélagi Gylfa Sigurðssonar hjá Everton, hefur fengið viðvörun frá enska knattspyrnusambandinu eftir að gömul tíst hans, frá 2012 voru rifjuð upp.

Í tístunum lét Holgate ljót orð falla um samkynhneigða.

Hinn 21 árs gamli Holgate, sem var 15 ára þegar hann birti tístin, þarf að fara á námskeið hjá enska knattspyrnusambandinu svo svona muni gerist ekki aftur.

Knattspyrnusambandið rannsakaði málið ítarlega en Holgate eyddi Twitter-reikingi sínum eftir leik gegn Liverpool í janúar. Hann sakaði Roberto Firmino um kynþáttafordóma í þeim leik.

Það var líka rannsakað en niðurstaðan í því var sú að ekki voru nægar sannanir til að dæma Firmino.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner