Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 24. mars 2018 19:00
Gunnar Logi Gylfason
Tottenham gæti misst Son Heung-Min í tæp tvö ár
Son Heung-Min
Son Heung-Min
Mynd: Getty Images
Son Heung-Min, leikmaður Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, gæti verið frá keppni í tæp tvö ár.

Son er frá Suður-Kóreu en þar í landi eru lög, frá árinu 1957, sem segja að allir karlmenn á aldrinum 18 til 35 ára þurfi að skila tveggja ára herþjónustu.

Undantekningar á þessum reglum eru fyrir fatlað fólk, þá sem eiga við geðsjúkdóma að stríða og íþróttamenn sem vinna til gullverðlauna á Ólympíuleikunum eða Asíuleikunum.

Þeir íþróttamenn sem vinna til gullverðlauna á þessum leikum þurfa einungis að mæta á nokkurra daga heræfingar árlega.

Son mun einmitt spila fyrir þjóð sína á Asíuleikunu í lok sumars og gæti því losnað undan herskyldunni sigri lið Suður-Kóreu mótið.

Asíuleikarnir klárast í september og því missir Son af byrjun tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni með Tottenham.

Einnig spilar Suður-Kórea á HM í sumar og eru leikmenn meðvitaðir um að með góðri spilamennsku þar gæti ríkisstjórn landsins veitt þeim sérstaka meðferð, en það væri ekki í fyrsta skipti sem það yrði gert.

Landslið Suður-Kóreu sem komst alla leið í undanúrslit á HM 2002 fékk að sleppa við herþjónustu vegna góðs gengis á mótinu, en meðal leikmanna þar var Park Ji-Sung sem lék lengi með Manchester United.


Athugasemdir
banner
banner
banner