Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 24. mars 2018 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho fylgdist með McTominay í fyrsta landsleiknum
Mynd: Getty Images
Scott McTominay, 21 árs gamall miðjumaður Manchester United, þreytti frumraun sína með skoska landsliðinu í gær þegar liðið tapaði 1-0 fyrir Kosta Ríka í vináttulandsleik.

McTominay gat valið að spila fyrir England eða Skotland og hann valdi síðarnefndu þjóðina.

Hann var í byrjunarliði Skota í gær og spilaði 58 mínútur áður en Alex McLeish tók hann af velli.

Jose Mourinho, stjóri United sem gaf McTominay sinn fyrsta séns í aðalliði félagsins var mættur á Hampden Park í gær að fylgjast með stráknum spila sinn fyrsta landsleik.

McTominay var væntanlega glaður að sjá stjóra sinn í stúkunni.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner