Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 24. mars 2018 23:30
Gunnar Logi Gylfason
Tíu vanmetnir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni
Marc Albrighton
Marc Albrighton
Mynd: Getty Images
Idrissa Gueye
Idrissa Gueye
Mynd: Getty Images
Willian
Willian
Mynd: Getty Images
Ekki fá allir leikmenn það hrós sem þeir eiga skilið. Guardian hefur tekið saman lista yfir tíu leikmenn sem eru vanmetnir í ensku úrvalsdeildinni.

Marc Albrighton (Leicester City)
Tímabilið sem Leicester vann deildina voru nokkrir leikmenn sem fengu mesta hrósið. Vardy, Kanté og Mahrez stóðu uppúr. Einhvernveginn sigldi Albrighton undir radarinn, og gerir enn. Hann hleypur endalaust og engu skiptir hvar hann spilar á vellinum, hann skilar alltaf sínu.

Ben Davies (Tottenham Hotspur)
Ben Davies er vanmetinn og er það hluta til vegna þess hve góður Danny Rose, sem átti vinstri bakvarðarstöðu Tottenham á undan honum, er sóknarlega. Það er ástæða fyrir því að Mauricio Pochettino haldi Rose á bekknum fyrir Davies. Davies er ekki besti leikmaður liðsins en líklega sá vanmetnasti.

Pascal Gross (Brighton)
Pascal Gross kostaði Brighton aðeins þrjár milljónir punda. Þessi leikmaður skapaði flest færi fyrir liðsfélaga sína í Bundesliga síðustu tvö leiktímabil og hefur hann haldið uppteknum hætti á Englandi.

Idrissa Gueye (Everton)
Idrissa Gueye hefur verið einn af fáum ljósum punktum Everton liðsins á tímabilinu. Hann skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning við Everton í febrúar sem sýnir að félagið veit hvað í honum býr.

Ki Sung-yueng (Swansea City)
Áhuga frá AC Milan hefur ekki sömu merkingu og það gerði hér áður fyrr en sú staðreynd að Gennaro Gattuso hafi áhuga á Suður-Kóreumanninum sýnir að hann sé að gera eitthvað rétt. Hann er góður sendingamaður og hægir ekki á leiknum. Hann var einn af lykilmönnum liðsins á síðasta ári þegar liðið slapp við fall.

Jamaal Lascelles (Newcastle United)
Það hefur verið mikið talað um þroska Jamaal Lascelles og þá staðreynd að hann er ekki hræddur við að láta eldri samherja sína heyra það síðustu tvö tímabil. Hann er mikill leiðtogi og það sýnir sig þegar hann er ekki með, vörnin er mun sterkari þegar hann spilar.

Ben Mee (Burnley)
Það var James Tarkowski sem var valinn í enska landsliðið, og átti það skilið, en þeir sem horfa á alla leiki Burnley eru flestir sammála um að félagi hans í vörninni, Ben Mee, hefur verið jafn góður. Mee er einn af mörgum leikmönnum Burnley sem fengu ekki næg tækifæri hjá stærri liðum en gengur í gegnum endurnýjun lífdaga undir stjórn Sean Dyche.

Pedro Obiang (West Ham United)
Þetta hefur verið hræðilegt tímabil fyrir West Ham en Pedro Obiang er einn af fáum ljósum punktum liðsins í ár, sérstaklega rétt eftir að David Moyes tók við. Það er líklega ekki tilviljun að gengi liðsins hefur snarversnað eftir að hann meiddist á hné.

Luke Shaw (Manchester United)
Það er hægt að fá skot á sig á samfélagsmiðlum, í leikjum eða frá fjölmiðlum. Það er þó líklega verst ef að þjálfarinn þinn styður þig ekki og lítur út fyrir að nota hvert tækifæri til að skjóta á þig og gagnrýna. Þetta er leikmaður sem er of hæfileikaríkur til þess að týnast.

Willian (Chelsea)
Það er erfitt að sigla undir radarinn í ensku úrvalsdeildinni og ómögulegt ef þú spilar fyrir Chelsea. Kanté og Hazard fá mesta athyglina en Willian hefur verið með betri mönnum liðsins á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner