Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 28. mars 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðar fær nýjan þjálfara eftir tímabilið - Cruyff hættir
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Hollendingurinn Jordi Cruyff mun hætta sem þjálfari Maccabi Tel Aviv í Ísrael eftir tímabilið.

Hinn 44 ára gamli Jordi hefur verið hjá Maccabi í sex ár. Hann var yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu í fimm ár og hefur þjálfað liðið frá því síðasta sumar.

„Í dag greindi ég frá ákvörðun minni að hætta hjá Maccabi Tel Aviv eftir tímabilið. Þangað til höldum við fullri einbeitingu og erum staðráðnir í að gefa stuðningsmönnum okkar ástæðu til að fagna. Ég mun gefa allt mitt í verkefnið, eins og alltaf," segir Cruyff, sem er sonur goðsagnarinnar Johan Cruyff.

Maccabi er í þriðja sæti ísraelsku úrvalsdeildarinnar þegar níu leikir eru eftir, fimm stigum frá toppsætinu.

Viðar Örn Kjartansson er á mála hjá liðinu og er hann markahæsti leikmaður þess á tímabilinu með 11 mörk.

Sjá einnig:
Viðar Örn: Hefur verið mikið stöngin út með landsliðinu



Athugasemdir
banner
banner