Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   mið 28. mars 2018 02:01
Bergur Tareq Tamimi
Red Bull Arena í New Jersey
Verðskuldað tap Íslands gegn Perú
Icelandair
Perú vann sannfærandi sigur gegn Íslandi í kvöld.
Perú vann sannfærandi sigur gegn Íslandi í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Perú 3 - 1 Ísland
1-0 Renato Tapia ('3)
1-1 Jón Guðni Fjóluson ('21)
2-1 Raul Ruidiaz ('59)
3-1 Jefferson Farfan ('75)
Skoðaðu textalýsingu frá leiknum

Íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði verðskuldað gegn Perú í kvöld, 3-1, er liðin mættust í vináttuleik á Red Bull Arena í New Jersey. Perú var sterkara liðið allan leikinn og hefði getað skorað fleiri mörk.

Það má segja að leikur íslenska liðsins hafi farið ansi illa af stað þegar liðið fékk á sig fyrsta markið eftir aðeins rúmlega tveggja mínútna leik. Renato Tapia var þá aleinn á auðum sjó eftir aukaspyrnu á hættulegum stað og skallaði boltann í netið.

Perú hélt yfirhöndinni en á 21. mínútu jafnaði Ísland metin eftir góðan skalla frá Jóni Guðna Fjólusyni eftir hornspyrnu frá Birki Bjarnasynu. Íslenska liðið var ekki búið að vera sannfærandi til þessa en staðan engu að síður jöfn.

Í byrjun síðari hálfleiks fór Ísland vel af stað og virtist liðið ætla að ná góðum tökum á leiknum. Svo varð því miður ekki því á 59. mínútu tókst Perú að skora sitt annað mark og það gerði Raul Ruidiaz eftir fyrirgjöf. Hann náði þá að pota knettinum í netið af fjærstönginni.

Perú hélt áfram talsverðum yfirburðum og á 75. mínútu fór Jefferson Farfan langt með að tryggja sigurinn með skoti úr teignum sem fór af Jóni Guðna og í netið. Mikil leikgleði einkenndi lið Perú og þeir 25.000 áhorfendur voru ánægðir með frammistöðuna.

Niðurstaða Íslands úr þessari landsleikjaferð til Bandaríkjanna er tvö töp gegn Mexíkó og Perú með markatölunni 3-0 og 3-1. Talsvert meira jákvætt er hægt að taka úr fyrri leiknum en þeim síðari hér í New Jersey í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner