Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   fim 29. mars 2018 15:00
Ingólfur Stefánsson
Framherji Sádí Arabíu æfir með Manchester United
Mynd: Getty Images
Mohammad Al-Sahlawi framherji Sádí Arabíu mun á næstunni eyða þremur vikum á æfingum með Manchester United til þess að komast í form fyrir Heimsmeistaramótið næsta sumar.

Þessi 31 árs leikmaður hefur skorað 26 mörk í 33 leikjum fyrir Sádí Arabíu og er lykilmaður í liðinu.

Turki Al-Sheikh formaður íþróttamála hjá Sádí Arabíu tilkynnti þetta á Twitter síðu sinni.

Jose Mourinho hefur ekki áhuga á því að kaupa leikmanninn sem spilar með Al-Nassr í heimalandi sínu.

Samningurinn er hluti af auglýsingasamkomulagi á milli Manchester United og íþróttayfirvalda í Sádí Arabíu. Samkomulagið er hluti af því að efla íþróttir í landinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner