Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   lau 31. mars 2018 11:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salah fékk fullt af atkvæðum í forsetakosningunum
Mynd: Getty Images
Forsetakosningar voru nýlega haldnar í Egyptalandi og var það Abdel Fattah el-Sisi sem stóð uppi sem sigurvegari. Hann sóttist eftir endurkjöri og vann öruggan kosningasigur.

Eini mótframbjóðandi hans var Moussa Mostafa Moussa sem fékk aðeins 3% gildra atkvæða.

Margir Egyptar voru ekki hrifnir af þesusm frambjóðendum og strikuðu yfir nöfn þeirra og kusu aðra. Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, er gífurlega vinsæll í heimalandinu og fékk rúmlega milljón atkvæði í þessum kosningum!

Hreint út sagt ótrúlegt en Salah hlaut fleiri atkvæði en mótframbjóðandi núverandi forseta.

Salah hefur verið magnaður með Liverpool á þessu tímabili og hefur hann fengið viðurnefnið „egypski kóngurinn". Salah mun vera lykilmaður hjá Egyptalandi á HM í sumar.

Hann er í byrjunarliði Liverpool sem sækir Crystal Palace heim í hádeginu.





Athugasemdir
banner
banner