Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 01. apríl 2018 11:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tuchel búinn að semja við félag - Ekki Bayern
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel verður ekki næsti knattspyrnustjóri Bayern München ef marka má orð framkvæmdastjórans Karl-Heinz Rummenigge.

Jupp Heynckes hefur stýrt liðinu frá því í október með góðum árangri en hann mun ekki halda áfram að tímabilinu loknu.

Bayern er einum sigri frá Þýskalandsmeistaratitilinum eftir magnaðan 6-0 sigur á Borussia Dortmund.

En hver mun taka við liðinu af Heynckes? Það verður að minnsta kosti ekki Tuchel, sem er fyrrum stjóri Dortmund.

„Við stefnum að því að kynna nýjan þjálfara okkar í lok apríl, í síðasta lagi," sagði Rummenigge við Sky.

„Við erum ekki að flýta okkur, við erum rólegir. Við höfum áður ráðið þjálfara nokkrum dögum áður en æfingar hefjast. Við viljum þjálfara sem talar þýsku og þannig er það."

„Íþróttastjóri okkar, Hasan Salihamidzic, hefur rætt við nokkra þjálfara og þar á meðal Tuchel. Síðastliðinn föstudag sagði Tuchel við okkur að hann væri búinn að semja við annað félag."

Tuchel hefur verið orðaður við Arsenal og sagði þýska goðsögnin Lothar Matthaus í síðustu viku að hann vissi til þess að Tuchel væri að ræða við Arsenal. Tuchel hefur einnig verið orðaður við Paris Saint-Germain en það verður spennandi að sjá við hvaða liði þessi fyrrum þjálfari Dortmund tekur við.
Athugasemdir
banner
banner