Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   mán 02. apríl 2018 14:57
Ingólfur Stefánsson
Svíþjóð: Arnór fiskaði víti í sigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Guðni Fjóluson og Guðmundur Þórarinsson voru í byrjunarliði Norrköping sem tók á móti Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

David Karlsson kom Norrköping yfir á 41. mínútu leiksins en Martin Rauschenberg jafnaði metinn fyrir Brommapojkarna í upphafi síðari hálfleiks.

Hinn ungi og efnilegi Arnór Sigurðsson kom inná fyrir Norrköping í sínum fyrsta deildarleik á 74. mínútu og fiskaði vítaspyrnu þremur mínútum síðar.

Arnór kom til Norrköping frá ÍA í fyrra og hefur spilað vel á undirbúningstímabilinu.

Karl Holmberg skoraði úr spyrnunni og tryggði Norrköping sigur. Alfons Sampsted var allan leikinn á varamannabekk liðsins.

Þá var Haukur Heiðar Hauksson á varamannabekk AIK sem vann öruggan 2-0 sigur á Dalkurd.

Norrköping 2-1 Brommapojkarna
1-0 David Karlsson ('41)
1-1 Martin Rauschenberg ('57)
2-1 Karl Homberg, víti ('77)

AIK 2-0 Dalkurd
1-0 Robert Lundstrom ('33)
2-0 Anton Saletros ('90)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner