Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 11. apríl 2018 11:34
Magnús Már Einarsson
Viðar líklega á förum frá Maccabi - Ensk og þýsk félög hafa áhuga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísraelskir fjölmiðlar hafa greint frá því að undanförnu að Viðar Örn Kjartansson sé mögulega á förum frá Maccabi Tel Aviv í sumar eftir tvö ár hjá félaginu.

Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Viðar segir að áhugi sé á leikmanninum frá bæði Englandi og Þýskalandi.

„Ég get staðfest að það eru tvö ensk félög og eitt þýskt á eftir honum," sagði Ólafur við Fótbolta.net í dag.

„Það er mjög líklegt að hann fari en þessi heimur er þannig að það er ekkert öruggt. Þetta er ekki búið fyrr en feita konan syngur."

Viðar kom til Maccabi Tel Aviv frá sænska félaginu Malmö í ágúst 2016 og á síðasta tímabili var hann markakóngur í Ísrael.

Á þessu tímabili hefur hinn 28 ára gamli Viðar skorað nítján mörk í 42 leikjum í öllum keppnum með Maccabi.
Athugasemdir
banner
banner
banner