Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 14. apríl 2018 15:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Rakel skoraði í fyrsta deildarleik með LB07
Ingibjörg og Guðbjörg í sigurliði - Jafnt hjá Kristianstad
Rakel Hönnudóttir.
Rakel Hönnudóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru leikir í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð í dag. Þetta voru leikir í 1. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar.

Rakel Hönnudóttir byrjaði bæði gegn Slóveníu og Færeyjum. Hún skoraði gegn Færeyjum og einnig í dag þegar Limhamn Bunkeflo 07 tapaði gegn Hammarby á útivelli.

Hammarby komst í 2-0 en Rakel minnkaði muninn í upphafi seinni hálfleiks áður en LB 07 jafnaði. Hammarby kláraði hins vegar leikinn á síðustu 10 mínútunum og vann 4-2.

Anna Björk Kristjánsdóttir og Rakel Hönnudóttir spiluðu báðar allan leikinn fyrir LB 07.

Sif Atladóttir lék einnig allan leikinn fyrir sitt lið, Kristianstad í 1-1 jafntefli gegn Vittsjö. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad en hún var þjálfari ársins í fyrra eftir að Kristianstad endaði í fimmta sæti sænsku deildarinnar. Björn Sigurbjrönsson er aðstoðarþjálfari Elísabetu Gunnarsdóttur.

Þá voru Guðbjörg Gunnarsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir í sigurliði er Djurgarden vann Eskilstuna 2-1. Ingibjörg er á sínu fyrsta tímabili í Djurgarden og hún hefur verið að byrja vel.

Sjá einnig:
Svíþjóð: Andri Rúnar sýndi gæði sín og skoraði þrennu



Athugasemdir
banner
banner
banner