Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 16. apríl 2018 12:45
Elvar Geir Magnússon
Hendrickx strax búinn að gera nýjan samning við Blika
Hendrickx í treyju Breiðabliks.
Hendrickx í treyju Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bakvörðurinn Jonathan Hendrickx hefur gert nýjan samning við Breiðablik, aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann gekk í raðir Kópavogsfélagsins.

Hann er nú samningsbundinn Blikum til 2021.

Hendrickx er 24 ára Belgi sem hefur fjögur síðustu tímabil leikið með FH og varð Íslandsmeistari með liðinu 2015 og 2016.

Í fyrra seldi FH hann til portúgalska félagsins Leixões en í nóvember kom hann aftur til Íslands og gekk í raðir Blika en þær fréttir komu mörgum á óvart.

„Þessi fábæri bakvörður hefur komið gríðarlega sterkur inn í Blikaliðið frá því að hann kom til félagsins í haust og hefur gefið mikið af sér bæði innan vallar sem utan," segir á blikar.is.

„Við óskum Blikum og Jonathan Hendrickx innilega til hamingju með samninginn og hlökkum til að sjá hann í grænu treyjunni á næstu misserum."

Breiðablik tekur á móti ÍBV í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar þann 28. apríl.

Sjá einnig:
Viðtal við Gústa Gylfa úr útvarpinu - Stefnan sett á topp þrjá
Athugasemdir
banner
banner