mán 16. apríl 2018 13:00
Elvar Geir Magnússon
Telur að Klopp sé sá eini sem geti skákað Guardiola á næsta ári
Klopp horfir til áhorfenda.
Klopp horfir til áhorfenda.
Mynd: Getty Images
Matt Lawless, íþróttafréttamaður á Daily Mirror, telur að Liverpool sé eina liðið sem eigi möguleika á því að skáka Manchester City í baráttunni um enska meistaratitilinn á næsta ári.

Manchester City hefur þegar tryggt sér titilinn í ár og hefur haft mikla yfirburði í deildinni.

„Ég veit ekki hvort einhver muni stöðva Manchester City, ég hreinlega veit það ekki. En ég vona að eitthvað lið muni ná að veita liðinu samkeppni næsta tímabil," segir Lawless.

Hann telur að Manchester United hafi ekki nægilega mikinn karakter í núverandi leikmannahópi til að fara alla leið.

„Liverpool er með þennan karakter. Þeir hafa styrkt vörnina og fá inn meiri gæði á miðjuna með Naby Keita. Svo er Mo Salah klárlega ekki á förum. Ef einhver getur skákað Pep Guardiola á næsta ári þá er það Jurgen Klopp. Ekki Jose Mourinho."

Liverpool sló Manchester City út úr Meistaradeildinni í síðustu viku og mun mæta Roma.

Daily Mail segir að Manchester City muni leyfa Guardiola að eyða í kringum 100 milljónir punda í sumarglugganum. Þar eru leikmenn á borð við brasilíska framherjann Fred og alsírska landsliðsmanninn Riyad Mahrez hjá Leicester nefndir til sögunnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner