mán 16. apríl 2018 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KA verður án Guðmanns í fyrstu tveimur leikjunum
Guðmann Þórisson
Guðmann Þórisson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Guðmundur Steinarsson er aðstoðarmaður Ágústs Gylfasonar hjá Breiðablik.
Guðmundur Steinarsson er aðstoðarmaður Ágústs Gylfasonar hjá Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru tæpar tvær vikur í að Pepsi-deild karla hefjist en aðrar deildir munu hefjast fljótlega eftir það.

Að því tilefni hefur KSÍ gefið út lista yfir hvaða leikmenn munu taka út leikbönn í byrjun tímabils.

„KSÍ hefur tekið saman lista til upplýsinga fyrir félögin um þá leikmenn í meistaraflokki sem eiga eftir að taka út leikbönn vegna leikja fyrir keppnistímabilið 2018," segir í bréfi KSÍ.

Gefnir eru út tveir listar, annars vegar fyrir Íslandsmót og Meistarakeppni KSÍ og hinsvegar fyrir bikarkeppni KSÍ.

Guðmann Þórisson, miðvörður KA, byrjar Pepsi-deildina í tveggja leikja banni og verður því ekki gjaldgengur með KA fyrr en í þriðju umferð, gegn ÍBV á heimavelli.

Guðmann fékk að líta rautt spjald í síðasta leik gegn KA í fyrra, sem var einmitt leikur gegn ÍBV.

Hér að neðan má sjá hvaða leikmenn byrja Íslandsmótið í banni.

Þrír leikir:
Ómar Logi Þorbjörnsson, Skallagrímur

Tveir leikir
Bjartur Aðalbjörnsson, Einherji
Guðmann Þórisson, KA

Einn leikur
Alvaro Herdero Lopez, Ísbjörninn
Aron Grétar Jafetsson, KFG
Deividas Leskys, StálÚlfur
Dilyan Nikolaev Kolev, Einherji
Friðrik Þórir Hjaltason, Vestri
Guðjón Viðarsson Scheving, KFG
Guðmundur Steinarsson, þjálfari
Hallur Hallsson, þjálfari
Heiðrún Björk Þráinsdóttir, Hvíti Riddarinn
Hjörleifur Þórðarson, Vængir Júpíters
Kristín Líf Sigurðardóttir, Hvíti Riddarinn
Kristján Nói Benjamínsson, Úlfarnir
Jesus Guerrero Suarez, Leiknir F.
Magnús Haukur Harðarson, þjálfari
Máni Austmann Hilmarsson, Stjarnan
Rakel Sjöfn Stefánsdóttir, Hamrarnir

Leikmenn eru skráðir í það félag sem þeir unnu til resingar með en geta verið hlutgengir með öðru félagi nú í upphafi móts og ber þeim að taka úr refsingu með því félaginu.

Samskonar listi, vegna bikarkeppni KSÍ, hefur þegar verið sendur
í tölvupósti á félögin.

Sjá einnig:
Agabréf KSÍ
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner