Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   mán 16. apríl 2018 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hinn magnaði Neves ekki að fara - Elskar allt við Wolves
Það kom mörgum á óvart þegar Neves fór til Úlfanna.
Það kom mörgum á óvart þegar Neves fór til Úlfanna.
Mynd: Getty Images
Ruben Neves hefur verið frábær fyrir Wolves í vetur. Hann hefur verið eins og herforingi á miðjunni hjá Úlfunum sem hafa tryggt sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Sjá einnig:
Myndband: Þessi er á leið í ensku úrvalsdeildina

Það kom mörgum fótboltaáhugamönnum á óvart að sjá þennan portúgalska miðjumann semja við Wolves, lið í næst efstu deild Englands síðasta sumar.

Neves er virkilega hæfileikaríkur. Hann er tiltölulega nýorðinn 21 árs en árið 2015 varð hann yngsti fyrirliði í sögu Meistaradeildarinnar þegar hann var með bandið í sigri Porto á Maccabi Tel Aviv.

Búist var við því að Neves myndi fara í stærri klúbb en hann valdi að ganga í raðir Wolves sem er í næst efstu deild.

Einhver stórliðin munu eflaust eltast við hann í sumar en hann ætlar sér að vera áfram í Wolves þar sem honum líður vel.

„Já, ég vil vera áfram," sagði Neves á verðlaunahátíð í gær. Hann kom til greina sem besti leikmaður deildarinnar en fékk ekki þau verðlaun, þau fóru til Ryan Sessegnon, 17 ára gamals leikmanns Fulham sem ekki hefur vakið minni athygli en Neves.

„Ég elska að spila hjá Wolves. Ég elska strákana og ég elska stuðningsmennina. Ég er mjög ánægður hérna."

„Það er allt hérna sem fær mig til að vilja vera áfram, en í fótbolta veit maður samt aldrei. Ef möguleiki er á, þá vil ég vera hér og spila mitt fyrsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni."

Líklegt er að Neves spili með Portúgal á HM í sumar.



Athugasemdir
banner
banner
banner