mán 16. apríl 2018 21:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Crouch í sögubækurnar hjá Stoke eftir markið í kvöld
Crouch fagnar marki sínu í kvöld.
Crouch fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Getty Images
Peter Crouch skráði sig í sögubækurnar hjá Stoke í kvöld er hann skoraði í 1-1 jafntefli gegn West Ham.

Þetta var leikur stóru sóknarmannanna því Andy Carroll jafnaði metin fyrir West Ham í uppbótartíma. Crouch og Carroll höfðu báðir komið inn á sem varamenn í leiknum.

Crouch er orðinn 37 ára og hefur komið víða við á ferlinum en hann hefur verið hjá Stoke síðan árið 2011.

Hann er kominn með 44 mörk í 198 deildarleikjum fyrir Stoke en enginn hefur skorað fleiri deildarmörk fyrir Stoke en hann. Markið í kvöld kom honum fram úr Jonathan Walters.

Frábær árangur hjá Crouch en svo virðist sem Stoke muni ekki spila mikið lengur í ensku úrvalsdeildinni. Útlitið er dökkt, liðið er í næst neðsta sæti, fimm stigum frá öruggu sæti þegar fjórir leikir eru eftir.



Athugasemdir
banner
banner
banner