þri 17. apríl 2018 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sirkusbjörn notaður í Rússlandi - Dýraverndarsamtök ósátt
Myndin tengist fréttinni ekki neitt.
Myndin tengist fréttinni ekki neitt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dýraverndarsamötkin PETA, ásamt öðrum álíka samötkum, hafa lýst yfir óanægju sinni yfir því að sirkusbjörn skyldi vera notaður fyrir leik í rússnesku 3. deildinni á dögunum.

Fyrir leik Mashuk-KMV og Angusht rétti sirkusbjörninn Tim dómara leiksins boltann. Hann klappaði einnig til áhorfenda.

Myndband af þessu má sjá hér að neðan.

Dýraverndunarsamtökin PETA hafa lýst yfir óánægju sinni með þetta. „Auk þess að vera ómannúðlegt er þetta einnig mjög hættulegt," sagði Elisa Allen hjá PETA.

„Björnin er tákn Rússlands svo við vonum að fólkið í landinu muni sýna samúð og þjóðarstolt, og hætta að misnota þessi dýr."

FIFA hefur neitað orðrómi um að björninn verði notaður á opnunarhátíðinni fyrir HM sem fram fer í Rússlandi í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner