banner
   þri 17. apríl 2018 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hodgson telur að Zaha geti orðið betri en Sanchez og Hazard
Zaha er besti leikmaður Crystal Palace.
Zaha er besti leikmaður Crystal Palace.
Mynd: Getty Images
Wilfried Zaha var einn af leikmönnum helgarinnar í enska boltanum þar sem hann skoraði tvö mörk fyrir Crystal Palace í 3-2 sigri á erkifjendunum í Brighton.

Zaha hefur verið langbesti leikmaður Palace á tímabilinu en án hans væri liðið líklega fallið úr deildinni.

Roy Hodgson, stjóri liðsins, hefur hrósað leikmanninum í hástert.

„Hann hefur verið mjög mikilvægur, eins og á síðasta tímabilinu þegar hann hjálpaði félaginu líka að forðast fall," sagði Hodgson.

„Stærsta spurningin hjá honum ætti að vera, þar sem hann á mörg ár framundan, hvað getur hann gert til þess að verða enn betri? Hvað getur hann gert til þess að komast á sama stall og leikmenn eins og Eden Hazard og Alexis Sanchez?"

„Hann verður að spyrja sig að því en ég sé enga ástæðu fyrir því að hann geti ekki orðið betri en þeir."
Athugasemdir
banner