þri 17. apríl 2018 09:10
Elvar Geir Magnússon
Mourinho tilbúinn að losa sig við Pogba
Powerade
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Torres til Bandaríkjanna.
Torres til Bandaríkjanna.
Mynd: Getty Images
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: Getty Images
Hér er slúðurpakki dagsins en hann er ansi hreint safaríkur. BBC tók saman allt það helsta.

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, er tilbúinn að selja Paul Pogba (25) frá félaginu. Þolinmæði hans gagnvart miðjumanninum, sem keyptur var á 89 milljónir punda, er nánast á þrotum. (Mail)

Frakkinn Anthony Martial (22), hollenski varnarmaðurinn Daley Blind (28) og ítalski bakvörðurinn Matteo Damian (28) gætu einnig verið seldir í sumar. (Mail)

Darmian (28) segir að hann muni taka ákvörðun um sína framtíð mjög bráðlega. Ítalíumeistararnir í Juventus hafa áhuga á að fá hann. (Express)

Manchester City mun láta Pep Guardiola fá 200 milljónir punda til að eyða í leikmannakaup í sumar. Jorginho (26), miðjumaður Napoli, og Brasilíumaðurinn Fred (24) hjá Shaktar Donetsk eru meðal nafna á óskalista Guardiola. (Mirror)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, mun aftur reyna að fá pólska miðjumanninn Piotr Zielinski (23) frá Napoli. Ítalska félagið skákaði Liverpool með því að fá leikmanninn 2016. (Sun)

Andrés Iniesta (33) mun fara frá Barcelona og í kínversku Ofurdeildina í sumar. Tvær milljónir af vínflöskum eru hluti af samkomulaginu. (Marca)

Marcus Rashford (20), sóknarmaður enska landsliðsins, ætlar að fresta viðræðum við Manchester United um nýjan samning eftir að hann færðist aftar í goggunarröðinni. (Sun)

Manchester City bíður eftir fréttum af hugsanlegu kaupbanni fyrir að brjóta reglur varðandi kaup á táningi, hinum 17 ára Benjamin Garre frá Argentínu. (Telegraph)

Tottenham er tilbúið að selja belgíska miðjumanninn Mousa Dembele (30) og er með nöfn tveggja leikmanna á blaði sem geta fyllt hans skarð. (Mirror)

Manchester City, Manchester United, Arsenal og Tottenham hafa öll áhuga á enska varnarmanninum Harry Maguire (25) hjá Leicester. (Star)

Búist er við því að Fernando Torres (34), sóknarmaður Atletico Madrid, hafni tilboði frá Kína. Líklegast er að hann fari í MLS-deildina bandarísku. Torres yfirgefur Atletico í lok tímabils. (Marca)

Trent Alexander-Arnold (19) hefur komist að samkomulagi við Liverpool um nýjan samning og munu launatölur hans tvöfaldast. (Mirror)

Boca Juniors hefur áhuga á því að fá goðsögnina Gianluigi Buffon (40) í sínar raðir frá Juventus. Argentínska félagið reynir að fá Carlos Tevez, fyrrum liðsfélaga Buffon, til að aðstoða við að krækja í markvörðinn. (Radio Continental)

Enski miðjumaðurinn Ruben Loftus-Cheek (22) er í óvissu um framtíð sína hjá Chelsea en hann hefur spilað vel á lánssamningi hjá Crystal Palace. (Independent)

Leicester ætlar að reyna að fá miðjumanninn Jack Grealish (22) frá Aston Villa ef Villa nær ekki að komast aftur upp í ensku úrvalsdeildina. Grealish hefur átt mjög gott tímabil í Championship en Villa er í umspilssæti. (Mirror)

Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool og Fulham, segir að Rafael Benítez yrði fullkominn til að taka við Arsenal af Arsene Wenger. (TalkSport)

Wolves vill eyða 20 milljónum punda í sóknarmanninn Benik Afobe (25) og varnarmanninn Willy Boly (27) sem eru á láni hjá félaginu frá Bournemouth og Porto. Úlfarnir eru búnir að tryggja sér úrvalsdeildarfótbolta á næsta tímabili. (Telegraph)

Ryan Sessegnon (17), vængmaður Fulham, segist vilja spila í ensku úrvalsdeildinni með Fulham. Mörg félög í efstu deild vilja fá hann. (Evening Standard)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner