Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. apríl 2018 18:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kennir Overmars og Van der Sar um „hörmulega spilamennsku"
Andre Onana, markvörður Ajax.
Andre Onana, markvörður Ajax.
Mynd: Getty Images
Andre Onana, markvörður Ajax, er ekki ánægður með Edwin van der Sar, framkvæmdastjóra félagsins og Marc Overmars, yfirmann knattspyrnumála. Hann segir þá bera ábyrgð, líkt og aðrir, á slæmri frammistöðu liðsins á tímabilinu sem fer senn að ljúka.

PSV Eindhoven með Albert Guðmundsson innanborðs varð hollenskur meistari um síðustu helgi eftir 3-0 sigur á Ajax.

Ajax er 10 stigum frá PSV þegar þrír leikir eru eftir af hollensku úrvalsdeildinni en liðið hefur ekki unnið hollenska meistaratitilinn í fjögur ár. Síðasti deildartitill kom 2014.

„Að þetta skuli gerast er ekki aðeins sök þjálfarans (Erik ten Hag). Ég veit að fjölmiðlar munu dreifa neikvæðni um hann," sagði Onana í samtali við Metro Sport.

„Marc Overmars og Edwin van der Sar, þeir bera allir jafna sök á því að við höfum verið að spila hörmulega. Allir hjá Ajax bera sök á þessu, ekki bara Ten Hag."

Hinn 22 ára gamli Onana segist tilbúinn að yfirgefa Ajax í sumar.



Athugasemdir
banner
banner