Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 19. apríl 2018 14:30
Ingólfur Stefánsson
Pereira ætlar að sanna sig hjá Manchester United
Mynd: Getty Images
Andreas Pereira leikmaður Manchester United hefur eytt leiktíðinni á láni hjá Valencia í spænsku úrvalsdeildinni.

Pereira hefur spilað 28 leiki, skorað 1 mark og lagt upp 4. Pereira hefur sagt frá því að Valencia hafi haft samband við umboðsmann hans og hafi áhuga á því að kaupa leikmanninn frá Manchester United.

Pereira segist þó sjálfur stefna að því að snúa aftur til United og sanna sig í ensku úrvalsdeildinni næsta vetur.

Jose Mourinho stjóri Manchester United lýsti yfir vonbrigðum með hin 22 ára Pereira þegar hann ákvað að fara á láni til Valencia síðasta haust frekar en að berjast fyrir sæti sínu hjá United. Það er nákvæmlega það sem Pereira ætlar sér að gera næsta vetur.

„Valencia höfðu samband við umboðsmann minn og lýstu yfir áhuga á að ganga frá kaupum. Það er mikið hrós fyrir mig en í mínum huga er ég enn leikmaður Manchester United."

„Ég er með samning við félagið til ársins 2020 og metnaðurinn minn liggur í því að sanna mig þar. Ég hef aldrei sóst eftir því að yfirgefa félagið."


Pereira hefur verið hluti af Valencia liði sem hefur náð góðum árangri í vetur og er á góðri leið með að tryggja sér þátttökurétt í Meistaradeildinni næsta vetur.

Pereira sem kemur frá Belgíu gekk til liðs við Manchester United þegar hann var 16 ára gamall en hann var einnig á láni á Spáni á síðasta tímabili þegar hann skoraði 5 mörk í 35 leikjum fyrir Granada.
Athugasemdir
banner
banner
banner