Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 19. apríl 2018 16:30
Ingólfur Stefánsson
Henderson dreymir um að vinna Meistaradeildina
Mynd: Getty Images
Jordan Henderson fyrirliði Liverpool segir að það hafi verið draumur sinn frá unga aldri að vinna Meistaradeildina. Hann segir þó að hann þurfi að einbeita sér að því að láta tilhugsunina um að draumurinn gæti ræst ekki trufla sig.

Liverpool liðið á eftir að leika tvo leiki í undanúrslitum gegn Roma. Takist þeim að sigra þá viðureign bíða annað hvort Bayern eða Real Madrid í úrslitaleiknum í KIev. Það er því enn löng leið að dollunni fyrir lærisveina Jurgen Klopp.

„Ég held að öllum ungum knattspyrnumönnum dreymi um að sigra Meistaradeildina," sagði Henderson á frumsýningu á nýjum búning Liverpool í morgun.

„Auðvitað hefur mig dreymt um það en Roma eru með mjög öflugt lið og það verður ekki auðveld viðureign. Við þurfum að bíða og sjá."

„Við erum þó fullir af sjálfstrausti eftir spilamennsku okkar undanfarið. Við verðum að halda áfram í leikjunum gegn Roma og vonandi nægir það til þess að komast í úrslitaleikinn. Á sama tíma er mikilvægt að við förum ekki fram úr okkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner