Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 19. apríl 2018 15:30
Ingólfur Stefánsson
Allardyce gefur sér 11 í einkunn
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce stjóri Everton segist hafa fengið afsökunarbeiðni frá félaginu vegna könnunar sem var gerð á meðal stuðningsmanna liðsins um traust á þjálfaranum og leikmönnum.

Félagið sendi tölvupóst á stuðningsmenn liðsins þar sem þeir gátu svarað ýmsum spurningum um gengi liðsins. Þar var meðal annars beðið stuðningsmenn um að gefa stjóranum einkunn frá 1 upp í 10.

Allardyce telur að það hafi verið mistök að senda út slíka könnun.

„Þetta voru mistök hjá markaðsdeild félagsins. Þó að þetta hafi verið gert áður þá eru þetta mistök frá mínu sjónarhorni. Þetta hefur gert blaðamönnum kleift að skrifa ansi skrautlegar fyrirsagnir."

Allardyce segir að þeir sem hafi sent út könnunina hafi greinilega ekki mikinn skilning á fótboltanum utan markaðssetningar. Þá greindi hann frá því að eigandi félagsins hefði beðið hann afsökunar.

Þegar hann var spurður út í það hvað hann hefði sjálfur gefið sér í einkunn í könnunninni sagði hann 11.

Hann segir að könnunin hafi ekki haft nein áhrif á löngun hans að halda áfram með Everton liðið.
Athugasemdir
banner
banner