Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 19. apríl 2018 20:15
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Chelsea kostaði næstum sjö sinnum meira
Bakayoko kostaði 40 milljónir punda.
Bakayoko kostaði 40 milljónir punda.
Mynd: Getty Images
Chelsea er að spila við Burnley í evrópudeildarbaráttunni og eru gestirnir frá London yfir þegar stundarfjórðungur er eftir af venjulegum leiktíma, 1-2.

Tölfræðideild Sky Sports tók saman skemmtilega tölfræði meðan leikurinn var í gangi sem sýnir að byrjunarlið Chelsea kostaði næstum sjö sinnum meira en lið Burnley.

Byrjunarlið Burnley kostaði nefnilega aðeins 40 milljónir punda, sem er sama upphæð og Chelsea greiddi fyrir Tiemoue Bakayoko síðasta sumar.

Byrjunarlið Chelsea kostaði 271 milljón punda og bekkurinn 130. Þannig fer kostnaður leikmannahópsins yfir 400 milljónir.

Takist Chelsea að landa sigrinum er liðið fimm stigum frá Tottenham í meistaradeildarsæti. Burnley er aðeins tveimur stigum frá Arsenal í evrópudeildarbaráttunni.




Athugasemdir
banner
banner
banner