Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 19. apríl 2018 20:42
Ívan Guðjón Baldursson
England: Moses stöðvaði sigurgöngu Burnley
Mynd: Getty Images
Chelsea er aðeins fimm stigum frá Tottenham í meistaradeildarsæti eftir 2-1 sigur á Burnley sem hafði unnið fimm deildarleiki í röð.

Chelsea komst yfir í fyrri hálfleik þegar Kevin Long skoraði sjálfsmark eftir fyrirgjöf Victor Moses frá hægri kanti. Chelsea var 1-0 yfir í hálfleik.

Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn í liði Burnley og átti stóran þátt í jöfnunarmarki heimamanna. Skot Jóhanns var á leið á markið en fór í hæl Ashley Barnes og breytti um stefnu. Thibaut Courtois var búinn að skutla sér og átti ekki möguleika á að ná til knattarins eftir stefnubreytinguna.

Fimm mínútum síðar barst fyrirgjöf frá vinstri kanti og reyndi Olivier Giroud að gera sporðdrekamark líkt og gegn Crystal Palace í fyrra. Giroud hitti ekki knöttinn, sem barst til Moses. Nígeríumaðurinn skoraði örugglega og kom sínum mönnum aftur yfir.

Þetta reyndist sigurmarkið og er Burnley sem fyrr tveimur stigum eftir Arsenal í evrópudeildarbaráttunni.

Jóhann Berg og Moses munu mætast aftur þegar Ísland á leik við Nígeríu á HM í sumar.

Leicester gerði þá markalaust jafntefli við Southampton. Leicester siglir lygnan sjó í efri hluta deildarinnar á meðan Southampton er í fallsæti, fjórum stigum frá öruggu sæti.

Burnley 1 - 2 Chelsea
0-1 Kevin Long ('20, sjálfsmark)
1-1 Ashley Barnes ('64)
1-2 Victor Moses ('69)

Leicester 0 - 0 Southampton
Athugasemdir
banner
banner
banner