Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 19. apríl 2018 21:24
Ívan Guðjón Baldursson
Conte ánægður með sóknarparið
Morata og Giroud byrjuðu saman í kvöld.
Morata og Giroud byrjuðu saman í kvöld.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte er stoltur af sigri sinna manna gegn Burnley í enska boltanum í dag.

Conte byrjaði með Alvaro Morata og Olivier Giroud saman á toppnum og var mjög ánægður með frammistöðu þeirra, þó hvorugur hafi komist á blað.

„Við spiluðum frábærlega gegn erfiðum andstæðingum og mér fannst sóknarparið virka mjög vel saman," sagði Conte eftir sigurinn.

„Það hefur oft verið erfitt að spila með tvo sóknarmenn en þessir tveir ná vel saman og vinna báðir mikið fyrir liðið. Þeir hreyfa sig mikið án boltans."

Chelsea mætir Southampton í undanúrslitum enska bikarsins á sunnudaginn. Cesc Fabregas, Eden Hazard og Willian voru hvíldir í dag fyrir þann leik. Chelsea vann Southampton 3-2 í deildinni síðustu helgi.

„Við sýndum frábæran liðsanda og baráttuvilja í dag. Við þurfum að fara með þetta hugarfar í leikinn gegn Southampton. Við munum gera allt í okkar valdi til að komast í úrslitaleik bikarsins, við vitum vel að þetta verður gríðarlega erfiður undanúrslitaleikur."
Athugasemdir
banner
banner