Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 20. apríl 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Chadli falur fyrir 17 milljónir
Chadli hefur ekki komið við sögu síðan 23. desember vegna meiðsla.
Chadli hefur ekki komið við sögu síðan 23. desember vegna meiðsla.
Mynd: Getty Images
West Bromwich Albion er svo gott sem fallið úr ensku úrvalsdeildinni og munu bestu leikmenn félagsins að öllum líkindum yfirgefa það.

Lykilmenn liðsins verða falir fyrir lítinn pening enda flestir með söluákvæði í samningum sínum skildu þeir falla.

Nacer Chadli er einn af þessum mönnum, en hann verður falur fyrir 17 milljónir samkvæmt ákvæði í samning.

Jonny Evans verður falur fyrir 3 milljónir og Salomon Rondon fyrir 16.5 milljónir.

Swansea reyndi að kaupa Chadli síðasta sumar en West Brom hafnaði öllum tilboðum. Chadli var keyptur til félagsins fyrir 18 milljónir.

Chadli er 28 ára belgískur kantmaður sem hefur áður leikið fyrir Tottenham og á 35 landsleiki að baki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner