Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 20. apríl 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Aftur missir ÍBV af liðsstyrk vegna meiðsla
Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV.
Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
ÍBV hefur hætt við að fá varnarmanninn Gilson Correia í sínar raðir. GIlson spilaði með ÍBV í æfingaleik gegn Haukum á dögunum og hafði náð samningum við félagið.

Í læknisskoðun komu í ljós meiðsli og því er Gilson farinn aftur til Sertanense í C-deildinni í Portúgal.

„Hann er meiddur og fór heim í dag í skoðun hjá sínu liði. Það er mjög ólíklegt að við semjum við hann," sagði Krisján Guðmundsson þjálfari ÍBV eftir 2-1 tapið gegn Val í Meistarakeppni KSÍ í gær.

Gilson er frá Gíneu-Bissau en hann er uppalinn hjá Belenenes í Portúgal.

Þetta er í annað sinn í vetur sem ÍBV missir af liðsstyrk vegna meiðsla. Í janúar samdi félagið við argentínska varnarmanninn Ignacio Fideleff, fyrrum leikmann Napoli, en samningnum var rift vegna meiðsla hans.

Henry Rollinson og Yvan Erichot voru ekki með ÍBV í gær en Kristján reiknar með að þeir komi við sögu í æfingaleik gegn FH á Hásteinsvelli á sunnudaginn.

„Yvan er byrjaður að æfa og hann spilar eitthvað í æfingaleiknum um helgina. Henry líka," sagði Kristján.

ÍBV mætir Breiðabliki í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar um aðra helgi.

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Kristján Guðmunds: Sendum jákvæð skilaboð með þessum leik
Athugasemdir
banner
banner
banner