Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 20. apríl 2018 10:57
Elvar Geir Magnússon
Klopp: Leit alltaf upp til Wenger þegar ég var í Þýskalandi
Jurgen Klopp og Arsene Wenger.
Jurgen Klopp og Arsene Wenger.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, fer fögrum orðum um Arsene Wenger en franski knattspyrnustjórinn tilkynnti í morgun að hann mun hætta hjá Arsenal eftir tímabilið.

„Þegar ég heyrði fréttirnar í morgun komu þær mér á óvart. Ég var hissa en þetta er hans ákvörðun. Við verðum að virða það og ég á ekki í vandræðum með að virða það," segir Klopp.

„Hann var og er mikill áhrifavaldur í boltanum. Hann hefur átt frábæran feril og er svakalegur persónuleiki. Hann er stórlax í bransanum. Við erum vön því að skipta um stjóra að næturlagi en hann hefur verið svo lengi hjá Arsenal, 22 ára. Það er langur tími!"

„Hann hefur náð svakalegum árangri. Síðustu mánuði hafa ekki allir verið ánægðir með hann eða úrslitin, en það er eðlilegt og er hluti af bransanum. Hann hann bjó alltaf til lið, fékk stórkostlega leikmenn og um tíma vann hann nánast og spilaði stórkostlegan fótbolta."

„Ég hef dáð hann fyrir hans störf, þau hafa verið algjör snilld. Það hefur verið öðruvísi síðan ég kom til Englands því við verðum að berjast við þá. En þegar ég var í Þýskalandi leit ég alltaf upp til hans. Það verður öðruvísi að vera án hans. Ég veit ekki hvort hann muni hætta eða fara í annað félag. Hann virðist í góðu standi og ég held að hann elski starfið. Ég óska honum alls hins besta og vonandi get ég hitt hann einn daginn og sagt honum það augliti til auglitis," segir Jurgen Klopp.
Athugasemdir
banner
banner