Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 21. apríl 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ingibjörg fékk yfir sig gusuna í viðtali í Svíþjóð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan efnilega Ingibjörg Sigurðardóttir gekk til liðs við Djurgarden í Svíþjóð í desember og skrifaði hún undir tveggja ára samning við sænska félagið.

Ingibjörg er aðeins tvítug en í fyrra vann hún sér inn fast sæti í íslenska landsliðinu.

Ingibjörg er uppalin í Grindavík til 14 ára aldurs þegar hún gekk í raðir Breiðabliks árið 2012. Eftir tímabilið í fyrra ákvað Ingibjörg að fara út í atvinnumennsku og var Djurgarden fyrir valinu.

Ingibjörg hefur farið vel af stað með sínu nýja félagi en hún skoraði til að mynda í fyrsta mótsleiknum.

Það virðist ekki einungis ganga vel innan vallar því lífið utan vallar lítur líka vel út hjá Djurgarden.

Andinn í hópnum virðist mjög góður en í viðtali í vikunni fékk Ingibjörg gusu af vatni yfir sig. Liðsfélagar hennar komu á ferðinni fyrir aftan hana og skelltu nokkrum vatnsdropum yfir hana.

Ingibjörg gat ekki annað en brosað yfir þessu.



Athugasemdir
banner
banner