Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 20. apríl 2018 22:30
Ingólfur Stefánsson
Flores rekinn frá Espanyol (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Quique Sanchez Flores hefur verið vikið úr starfi knattspyrnustjóra hjá spænska félaginu Espanyol.

Flores tók við Espanyol sumarið 2016 en hann þjálfaði áður Watford í ensku úrvalsdeildinni.

Flores náði góðum árangri á sínu fyrsta tímabili hjá Espanyol þegar liðið endaði í 8. sæti deildarinnar.

Liðið hefur þó einungis unnið 8 leiki á núverandi tímabili og situr í 16. sæti deildarinnar, níu stigum frá fallsæti.

Flores átti eitt ár eftir af samningi sínum hjá félaginu en eftir 1-0 tap gegn Eibar ákvað stjórn félgagsins að rifta samningi hans.

David Gallego mun stýra félaginu út leiktíðina. Hans fyrsti leikur verður gegn Girona á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner