Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 20. apríl 2018 21:37
Ingólfur Stefánsson
Mjólkurbikarinn: Selfyssingar áfram eftir vítaspyrnukeppni
Kristófer Páll skoraði í framlengingu
Kristófer Páll skoraði í framlengingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðustu leikir kvöldsins í Mjólkurbikarnum voru að klárast. Hamar sigraði Létti.

Guðmundur Karl Þorkelsson skoraði fyrir Hamar í blálokin og tryggði 1-0 sigur.

Patrik Snær Atlason kom Víði yfir gegn Þrótti Vogum eftir 14 mínútna leik. Ari Steinn Guðmundsson tvöfaldaði forskot Víðis eftir rúman klukkutíma leik.

Jordan Chase Tyler minnkaði muninn fyrir Þróttara tíu mínútum síðar en lengra komust þeir ekki.

Selfyssingar slógu Gróttu úr leik eftir vítaspyrnukeppni. Selfyssingar komust yfir á 13. mínútu leiksins með sjálfsmarki.

Ólíver Dagur Thorlacius jafnaði metinn fyrir Gróttu á 24. mínútu. Selfyssingar urðu svo fyrir áfalli í lok fyrri hálfleiks þegar Magnús Ingi Einarsson var sendur snemma í sturtu.

Ekkert mark var skorað í síðari hálfleiknum og því þurfti að grípa til framlengingar. Bæði lið skoruðu eitt mark í framlengingunni og því voru úrslitin ráðin með vítaspyrnukeppni.

Selfyssingar skoruðu úr 4 af 5 vítaspyrnum sínum en Gróttumenn klúðruð tveimur vítaspyrnum og eru því úr leik.

Léttir 0-1 Hamar
0-1 Guðmundur Karl Þorkelsson (90')

Þróttur V. 1-2 Víðir
0-1 Patrik Snær Atlason (14')
0-2 Ari Steinn Guðmundsson (65')
1-2 Jordan Chase Tyler (75')

Selfoss 2-2 Grótta
6-4 eftir vítaspyrnukeppni
1-0 Sjálfsmark (13')
1-1 Ólíver Dagur Thorlacius (24')
2-1 Kristófer Páll Viðarsson (93')
2-2 Ásgrímur Gunnarsson (104')
Rautt spjald: Magnús Ingi Einarsson (41')

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner