fös 20. apríl 2018 23:30
Ingólfur Stefánsson
Mourinho: Pogba þarf að sýna stöðugleika
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho stjóri Manchester United segir að hann ætlist til þess að Paul Pogba miðjumaður liðsins sýni meiri stöðugleika í frammistöðum sínum.

Mourinho var ánægður með frammistöðu Pogba gegn Manchester City og Bournemouth en sagði að hann hefði verið slakur í leiknum gegn WBA í millitíðinni.

Mourinho segist ekki ætlast til þess að Pogba sýni heimsklassaframmistöðu í hverjum einasta leik en vill fá meiri stöðugleika frá honum.

„Ég sagði við hann eftir City leikinn að ég ætlaðist ekki til þess að hann væri maður leiksins í hverjum leik. Ég býst ekki við því því það er mjög erfitt. En hann þarf að halda ákveðnu stigi. Það er áskorunin."

„Hefur hann gert það í undanförnum leikjum? Hann var magnaður gegn City og Bournemouth en hann var ekki góður gegn WBA."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner