Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 21. apríl 2018 07:30
Ingólfur Stefánsson
Conte segir ósanngjarnt að hann sé borinn saman við Mourinho
Mynd: Getty Images
Antonio Conte stjóri Chelsea vill ekki láta bera árangur sinn hjá félaginu saman við árangurinn sem Jose Mourinho náði hjá félaginu á sínum tíma.

Conte segir að Mourinho hafi stýrt Chelsea á einfaldari tímum hjá félaginu.

Mourinho vann 72 af fyrstu 100 leikjum sínum hjá Chelsea en Conte hefur unnið 65 af sínum fyrstu 100 leikjum. Conte telur að andrúmsloftið hjá félaginu sé allt annað í dag en það var þá.

„Það er alltaf markmið mitt að gera betur. Mourinho vann 72 af fyrstu 100 leikjum sínum enda er hann góður stjóri. Það eru samt hlutir sem eru öðruvísi núna en þeir voru þá sem þarf að taka inn í myndina."

„Ég vann titilinn með Juventus eftir að liðið hafði endað tvisvar sinnum í sjöunda sæti. Ég vann titilinn með Chelsea eftir að liðið endaði í 10. sæti. Það eru frábær afrek."
Athugasemdir
banner
banner
banner