Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 21. apríl 2018 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ian Wright: Wenger var rekinn
Wenger hættir með Arsenal eftir tímabilið.
Wenger hættir með Arsenal eftir tímabilið.
Mynd: Getty Images
Ian Wright, fyrrum leikmaður Arsenal, telur að Arsene Wenger hafi verið rekinn frá félaginu.

Tilkynnt var í gær að Wenger væri að stíga til hliðar eftir að hafa stýrt Arsenal í tæp 22 ár.

Arsenal hefur verið í vandræðum á þessu leiktímabili og útlit er fyrir að liðið endi fyrir utan topp fjögur sætin í ensku úrvalsdeildinni annað tímabilið í röð.

Kallað hefur verið eftir að Wenger segi starfi sínu upp og í gær ákvað hann að tilkynna það að hann væri að hætta með liðið. Wright, sem spilaði undir stjórn Wenger hjá félaginu, telur hins vegar ekki að Wenger hafi sjálfur ákveðið að hætta með liðið.

„Ég er sannfærður um að Wenger hafi ekki sagt upp, heldur hafi verið rekinn," skrifaði Wright í The Sun.

„Þrátt fyrir allt sem hann hefur þurft að þola á síðustu misserum, þá er Arsene ekki maður sem gengur út áður en samningur klárast, það hefur hann aldrei verið."

„Einn daginn er hann með venjulegan blaðamannafund þar sem ekkert bendir til þess að þessi tíðindi séu á döfinni. Daginn eftir er hann hættur, ég skil þetta ekki."
Athugasemdir
banner
banner