Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 21. apríl 2018 12:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tyrkland: Ekki góður dagur fyrir íslensku leikmennina
Hávær orðrómur er um að Ólafur sé á heimleið.
Hávær orðrómur er um að Ólafur sé á heimleið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Theódór Elmar Bjarnason.
Theódór Elmar Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Íslensku landsliðsmennirnir Ólafur Ingi Skúlason og Theódór Elmar Bjarnason voru í eldlínunni í Tyrklandi í dag.

Ólafur Ingi og félagar í Kardemir Karabukspor eru fallnir úr úrvalsdeildinni en þeir spiluðu við Bursaspor í dag.

Bursaspor náði foyrstunni en Karabukspor, sem var á heimavelli, jafnaði rétt fyrir hálfleik. Staðan var þó ekki jöfn leikhléi þar sem Moussa Sow kom Bursaspor aftur yfir úr vítaspyrnu áður en leikmenn gengu til búningsherbergja.

Í seinni hálfleiknum bætti Bursaspor við tveimur mörkum til viðbótar og lokatölurnar 4-1 fyrir Bursaspor.

Ólafur Ingi spilaði allan leikinn fyrir Karabukspor sem er á botni deildarinnar með aðeins 12 stig úr 30 leikjum!

Hávær orðrómur eru að hinn 35 ára gamli Ólafur Ingi muni koma heim til Íslands í sumar, eftir að HM er búið. Hann muni þá fara í uppeldisfélag sitt, Fylki.

Sjá einnig:
Fylkir vonast eftir því að fá Ólaf Inga eftir HM - Fyrstu heimaleikirnir í Egilshöll

Í B-deildinni varð Theódóri Elmari Bjarnasyni og félögum í Elazigspor af gífurlega mikilvægum stigum í baráttunni um umspilssæti. Nú er möguleikinn nánast enginn.

Theódór Elmar spilaði allan leikinn fyrir Elazigspor í dag, í 3-2 tapi gegn Adanaspor sem er um miðja deild. Elazigspor komst í 2-1 en glundraði niður forskotinu.

Theódór Elmar og félagar eru nú fimm stigum frá umspilssæti þegar tveir leikir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner