Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 21. apríl 2018 14:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrsta mark Ings síðan 2015 - Hefði fórnað því fyrir sigur
Ings í leiknum í dag.
Ings í leiknum í dag.
Mynd: Getty Images
Danny Ings, sóknarmaður Liverpool, hefur verið mjög meiðslahrjáður síðustu ár en hann spilaði með liðinu í dag gegn West Brom.

Ings gerði sér lítið fyrir og skoraði strax á fjórðu mínútu og kom Liverpool yfir. Þetta var ekki nóg fyrir Liverpool því West Brom kom til baka og urðu lokatölur 2-2.

Ings var sáttur með markið, sem var hans fyrsta fyrir Liverpool frá því í októbermánuði árið 2015. Hann hefði samt fórnað því ef það hefði þýtt að Liverpool hefði unnið leikinn.

„Þetta hefur verið langur tími. Ég hef þurft að klífa risastór fjöll til að koma mér í þessa stöðu," sagði Ings.

„En ég hefði fórnað því fyrir þrjú stig."

Ings vildi þá ekki gera mikið úr baráttu sinni við Ahmed Hegazi, varnarmann West Brom. Hegazi kýldi Ings í rifbeinin og gæti verið á leið í leikbann fyrir vikið.

„Þetta var bara barátta. Um þetta snýst enskur fótbolti. Þetta er ekkert stórmál," sagði Ings.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner