Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 21. apríl 2018 14:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Darren Moore strax búinn að gera betur en Pardew
Darren Moore.
Darren Moore.
Mynd: Getty Images
Darren Moore er að stýra West Bromwich Albion út tímabilið eftir að Alan Pardew var rekinn.

Pardew var látinn fara eftir að hafa aðeins unnið einn deildarleik af 11 á tíma sínum með West Brom.

Árangurinn var vægast sagt skelfilegur undir stjórn Pardew sem tók við liðinu í lok nóvember. Moore hefur aðeins náð að rétta úr kútnum og hefur liðið fengið fjögur stig úr síðustu tveimur leikjum sínum gegn Manchester United og Liverpool.

Moore er enn taplaus í starfi eftir að hafa stýrt liðinu í þremur leikjum og er hann strax kominn með betri árangur en Pardew.

Allar líkur eru á því að West Brom leiki í Championship-deildinni á næstu leiktíð og hlýtur Moore að koma til greina í stjórastarfið þar ef hann heldur áfram að sækja góð úrslit.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner