banner
   lau 21. apríl 2018 14:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Búlgaría: Hólmar opnaði markareikning sinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson var á skotskónum fyrir Levski Sofia í dag er liðið bar sigur úr býtum gegn Vereya í búlgörsku úrvalsdeildinni í dag.

Hólmar hefur verið lykilmaður hjá Levski á tímabilinu og það var hann sem kom liðinu á bragðið rétt fyrir leikhlé.

Snemma í seinni hálfleiknum bætti Roman Procházka við öðru marki fyrir Hólmar og félaga.

Þar við sat og urðu lokatölur 2-0 fyrir Levski Sofia.

Levski er í fjórða sæti í meistarariðli búlgörsku úrvalsdeildarinnar með 54 stig en á toppnum er Ludogorets með 78 stig. Sigurinn í dag var fyrsti sigur Levski frá því snemma í mars.

Hólmar er að berjast um að fara með íslenska landsliðinu til Rússlands á HM í sumar. Hann var valinn í hóp sem fór í æfingaferð til Bandaríkjanna á dögunum og er inn í myndinni fyrir HM.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner