lau 21. apríl 2018 16:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Halmstad byrjar ekki vel - Fjörugur Íslendingaslagur
Höskuldur Gunnlaugsson.
Höskuldur Gunnlaugsson.
Mynd: Getty Images
Elísabet er þjálfari Kristianstad.
Elísabet er þjálfari Kristianstad.
Mynd: Fotball Gala
Íslendingalið Halmstad fer ekki vel af stað í sænsku B-deildinni eftir að hafa fallið úr úrvalsdeildinni í fyrra.

Liðið mætti Örgryte á útivelli í dag og var Höskuldur Gunnlaugsson í byrjunarliðinu og Tryggvi Hrafn Haraldsson á bekknum.

Til að gera langa sögu stutta þá vann Örgryte 2-0 með tveimur mörkum í fyrri hálfleiknum. Höskuldur spilaði allan leikinn og Skagamaðurinn Tryggvi spilaði síðustu 15 mínúturnar.

Halmstad er aðeins með þrjú stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í deildinni sem er ekki nægilega gott ef liðið ætlar sér beint upp aftur.

Íslendingafjör í úrvalsdeild kvenna
Önnur umferð úrvalsdeildar kvenna hófst í dag með fjórum leikjum.

Guðbjörg Gunnarsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir léku með Djurgarden í svekkjandi jafntefli gegn Vaxjö á útivelli. Djurgarden vann sinn fyrsta leik og er því með þrjú stig eftir tvo leiki.

Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Rosengard hristu af sér vonbrigðarjafnefli í fyrstu umferðinni og unnu 4-0 gegn Kalmar. Glódís spilaði allan leikinn.

Að lokum ber að nefna fjörugan Íslendingaslag Limhamn Bunkeflo og Kristianstad sem endaði með 3-3 jafntefli.

Rakel Hönnudóttir skoraði í fyrsta deildarleik sínum með LB 07 en hún náði ekki að skora í dag. Hún lék 80 mínútur og Anna Björk Kristjánsdóttir var allan tímann í vörn LB 07. Hjá Kristianstad spilaði Sif Atladóttir allan leikinn og þá er Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari liðsins og Björn Sigurbjörnsson aðstoðarmaður hennar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner