Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 21. apríl 2018 18:12
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enski bikarinn: Man Utd í úrslit eftir sigur á Tottenham
Alexis Sanchez skoraði fyrra mark Man Utd með skalla í fyrri hálfleik.
Alexis Sanchez skoraði fyrra mark Man Utd með skalla í fyrri hálfleik.
Mynd: Getty Images
Manchester Utd 2 - 1 Tottenham
0-1 Dele Alli ('11 )
1-1 Alexis Sanchez ('24 )
2-1 Ander Herrera ('62 )

Manchester United er komið í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar eftir sigur á Tottenham.

Tottenham byrjaði betur í leiknum og komst yfir á 11. mínútu en þá kom Dele Alli boltanum í netið eftir sendingu frá Christian Eriksen.

Alexis Sanchez jafnaði fyrir Manchester United á 24. mínútu en Paul Pogba lagði upp markið eftir að hafa unnið boltann af Mousa Dembele, staðan 1-1 í hálfleik.

Manchester United komst svo yfir á 62. mínútu en þar var að verki Ander Herrera, staðan orðin 2-1 og það var loka niðurstaðan í leiknum sem þýðir að Manchester United er komið í úrslitaleik enska bikarsins.

Manchester United mætir Chelsea eða Southampton í úrslitum en þessi lið mætast á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner