Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 21. apríl 2018 19:37
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Mourinho: Woodward sendi mér skilaboð og sagði að við myndum vinna
Mourinho og Pochettino á hliðarlínunni í dag.
Mourinho og Pochettino á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho stjórnaði Manchester United í undanúrslitaleik ensku bikarkeppninnar dag en lærisveinar hans sigruðu Tottenham 2-1 og mæta Chelsea eða Southampton í úrslitum bikarsins.

„Leikmennirnir voru allir mjög góðir og þegar þeir eru allir góðir þá getur þetta ekki klikkað og þegar þeir spila eins í dag geta þeir unnið hvaða lið sem er og þar á meðal Tottenham sem er eitt besta lið Evrópu. Það er frábært að hafa klárað þá á heimavelli þeirra," sagði Mourinho.

Mourinho greindi frá því að Ed Woodward, framkvæmdastjóri Manchester United hafi verið viss um að Manchester United myndi vinna leikinn.

„Ég fékk í morgun skilaboð frá einum af yfirmönnum mínum, Ed Woodward. Hann sagði að hann myndi hafa mikla trú á því að við myndum vinna en ef ekki þá myndi tímabilið engu að síður vera gott tímabil, tímabil sem allir hafa lagt sig fram og tekið skref í rétta átt."
Athugasemdir
banner
banner