banner
   sun 22. apríl 2018 16:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Færeyjar: Allt að smella hjá Heimi og Binna - Fjórir sigrar í röð
Brynjar Hlöðversson í leik með HB.
Brynjar Hlöðversson í leik með HB.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lærisveinar Heimis Guðjónssonar í HB frá Þórshöfn eru að grera prýðilegt mót í færeysku Betri deildinni.

HB hefur valdið vonbrigðum síðustu ár en Heimir tók við liðinu fyrir þetta tímabil og er með það í toppbaráttu.

Liðið vann sinn fjórða deildarleik í röð í dag gegn TB / FCS / Royn, sem er í næst neðsta sæti deildarinnar.

Það tók HB langan tíma að brjóta ísinn en það tókst loks í uppbótartímanum. Niðurstaðan 1-0 sigur fyrir HB, góður sigur staðreynd hjá Íslendingaliðinu.

Brynjar Hlöðversson er á mála hjá HB en hann kom til liðsins frá Leikni úr Breiðholti í vetur. Hann var í byrjunarliðinu í dag.

Eina liðið sem hefur unnið HB hingað til Klaksvík situr á toppi deildarinnar með þremur stigum meira en HB.
Athugasemdir
banner
banner
banner