Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 23. apríl 2018 13:24
Elvar Geir Magnússon
Pogba: Ekkert vandamál milli mín og Mourinho
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United.
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba, leikmaður Manchester United, segir að það sé ekkert vandamál milli sín og knattspyrnustjórans Jose Mourinho.

Pogba byrjaði á bekknum gegn Sevilla í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í febrúar og mars þar sem United féll úr leik.

„Hann er stjórinn, hann tekur ákvarðanir. Ég er leikmaður og þarf að sætta mig við hans ákvarðanir og svara á vellinum," segir Pogba í viðtali við Canal+.

Pogba átti mjög góðan leik um helgina þegar hann hjálpaði United að komast í úrslitaleik bikarsins með því að leggja Tottenham. Annars hefur hann þó ansi misjafn á tímabilinu og fengið talsverða gagnrýni.

„Mourinho hefur látið mig fá fyrirliðabandið, hann hefur látið mig fá lyklana og látið mig taka ábyrgð hjá frábæru félagi eins og Manchester United er. Ég er hjá Manchester United og hugsa bara um núið. Við eigum úrslitaleik í FA-bikarnum og svo er HM framundan," segir Pogba.
Athugasemdir
banner
banner
banner