Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 23. apríl 2018 13:54
Magnús Már Einarsson
Jónatan Ingi í FH (Staðfest)
Mynd: FH
FH hefur fengið kantmanninn Jónatan Inga Jónsson í sínar raðir frá AZ Alkmaar í Hollandi.

Jónatan skrifaði í dag undir samning við FH sem gildir út árið 2019.

Jónatan er 19 ára gamall kantmaður sem fór frá FH til AZ Alkmaar árið 2015.

Hann skoraði með FH í æfingaleik gegn Selfossi á dögunum og hefur nú samið við félagið.

Á ferli sínum hefur Jónatan bæði leikið með U17 og U19 ára landsliði Íslands.

FH mætir Grindavík í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar næstkomandi laugardag.

Mættur í Draumaliðsdeildina
Hægt er að kaupa Jónatan í Draumaliðsdeild Eyjabita.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Athugasemdir
banner
banner
banner