Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 23. apríl 2018 15:00
Magnús Már Einarsson
Klopp: Salah fær ekki vingjarnlegar móttökur
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur varað Mohamed Salah við því að hann geti ekki búist við vingarnlegum móttökum frá fyrrum liðsfélögum sínum í Roma í Meistaradeildinni annað kvöld.

Salah hefur slegið í gegn hjá Liverpool í vetur síðan hann kom frá Roma síðastliðið sumar.

„Svona er lagar frekar sérstakt því að þú veist meira um hitt liðið en þú myndir vita vanalega. Þú hefur meiri áhuga á hinu liðinu en vanalega. Ég er nokkuð viss um að Mo hefur fylgst með Roma allt tímabilið," sagði Klopp.

„Hann átti stórkostlegan tíma þar og varð að þeim leikmanni sem hann er í dag. Ég vil hrósa starfsfólkinu og leikmönnunum hjá Roma því þeir áttu allir þátt í bætingu hans:"

„Við erum allir atvinnumenn. Ég veit að ítalskir varnarmenn eru frægir fyrir að vera ekki vingjarnlegir í leikjum. Mo mun finna frekar snemma í leiknum að þeir eru ekki liðsfélagar hans ennþá."

Athugasemdir
banner
banner
banner