Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. apríl 2018 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Thorsten Fink tekinn við Grasshopper (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Thorsten Fink er búinn að skrifa undir eins árs þjálfarasamning við Grasshopper í svissneska boltanum.

Fink er 50 ára gamall og helst þekktur fyrir að spila fyrir Bayern München í sex ár í kringum aldamótin.

Fink hefur stýrt FC Ingolstadt, Basel, Hamburger, APOEL og Austria Vín á tíu ára þjálfaraferli. Fink var rekinn frá Vín í febrúar og hefur verið í starfsleit síðan.

Rúnar Már Sigurjónsson er á mála hjá Grasshopper en var lánaður til St. Gallen. Hjá Gallen hefur Rúnar sigrað liðsfélaga sína í Grasshopper í tvígang og þótt spila afar vel.

St. Gallen er í Evrópudeildarsæti þrátt fyrir fjögur töp í síðustu fimm leikjum. Liðið er tíu stigum fyrir ofan Grasshopper, sem er aðeins fjórum stigum fyrir ofan fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner