Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 24. apríl 2018 08:30
Magnús Már Einarsson
Arteta næsti stjóri Arsenal?
Powerade
Mikel Arteta er fyrrum leikmaður Arsenal en hann er í dag þjálfari hjá Manchester City.
Mikel Arteta er fyrrum leikmaður Arsenal en hann er í dag þjálfari hjá Manchester City.
Mynd: Getty Images
Manchester City hefur rætt við Jorginho.
Manchester City hefur rætt við Jorginho.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin hafa skilað slúðri dagsins í hús. Skoðum pakka dagsins.



Manchester City er tilbúið að selja John Stones (23) í sumar. (Sun)

Fernando Llorente (33) framherji Tottenham er til í að fara frá félaginu aftur til Athletic Bilbao á Spáni. (Mirror)

Manchester City (26) er í bílstjórasætinu í baráttunni um miðjumanninn Jorginho hjá Napoli. City hefur rætt við umboðsmenn leikmannsins. (Mail)

Arftaki Arsene Wenger hjá Arsenal þarf að vinna með 50 milljónir punda á leikmannamarkaðinum í sumar. (Telegraph)

Ivan Gazidis, framkvæmdastjóri Arsenal, telur að Mikel Arteta gæti tekið við af Wenger. Arteta er í dag þjálfari hjá Manchester City. (Sky sports)

Ray Parlour, fyrrum miðjumaður Arsenal, segir að Rafael Benítez myndi passa vel sem stjóri Arsenal. (Talksport)

Gary Cahill (32) varnarmaður Chelsea segist orðinn þreyttur á að þurfa að sanna sig alltaf upp á nýtt hjá félaginu. (Guardian)

Mark Hughes, stjóri Southampton, hefur skipað Sofiane Boufal að æfa einn en ekki með liðinu eftir rifrildi þeirra á milli. (Sun)

Burnley vill fá framherjann Jay Rodriguez (28) aftur í sínar raðir frá WBA. (Mail)

Leicester er að íhuga að fá Ricardo Pereira (24) hægri bakvörð Porto. (Leicester Mercury)

Paul Lambert verður vætnanlega áfram stjóri Stoke á næsta tímabili þó að liðið falli. (Stoke Sentinel)

James Pallotta, forseti Roma, segir að félagið vilji ekki selja markvörðinn Alisson (25) sem hefur verið orðaður við Liverpool. (Sky Sport Italia)

Viðræður um sölu Newcastle til Amanda Staveley þurfa að taka kipp á næstunni ef eitthvað á að verða af þeim. (Sky Sports)

Adam Pearson, eigandi rugby liðs Hull FC, gæti verið að kaupa Sunderland. (Sun)

Liverpool gæti sparað nokkrar milljónir á kaupverðinu af Naby Keita (23) ef RB Leipzig endar neðarlega í þýsku úrvalsdeildinni. (Liverpool Echo)

Swansea, Celtic og Rangers eru að berjast um Glen Kamara (22) miðjumann Dundee. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner